Myndlistarsýning Ragnhildar Ragnarsdóttur á Kirkjubæjarstofu

Ragnhildur og Birgir að setja upp sýninguna. Þarna er vandað til verka. (Ljósm. LM)
Ragnhildur og Birgir að setja upp sýninguna. Þarna er vandað til verka. (Ljósm. LM)

Ragnhildur Ragnarsdóttir, myndlistarmaður, opnar sýningu á verkum sínum á Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri 12. nóvember 2021. Sýningin verður opin þann dag frá 16:00 - 19:00. Næstu tvær tvær vikur verður sýningin opin frá 10 - 14 frá mánudegi til fimmtudags og frá 10:00 - 13:00 á föstudögum. 

Ragnhildur Ragnarsdóttir, visual artist, opens an exhibition of her work at Kirkjubæjarstofa at Kirkjubæjarklaustur on November 12, 2021. The exhibition will be open that day from 16:00 - 19:00. Next two weeks the exhibition will be open from 10 - 14, Monday to Thursday and from 10 - 13 on Friday.

Ragnhildur Ragnarsdóttir var kennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu og myndlistarkennari frá 1980 til 2014. Það er því afar ánægjulegt að Ragnhildur skuli setja upp sýningu á Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetri sem er nú flutt í húsnæði á efri hæð heimavistarálmunnar við Kirkjubæjarskóla.

Ragnhildur stundaði myndlistanám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Myndlist- og handíðaskóla Íslands 1985 - 1989 og útskrifaðist þaðan úr grafíkdeild. Myndirnar á sýningunni eru handþrykktar tréristur frá árunum 2018 til 2021, þrykktar í 1 - 3 eintökum. Myndirnar eru til sölu. 

Ragnhildur hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Svíþjóð og Skotlandi.

 

Funheit_RR

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkið Funheit eftir Ragnhildi er eitt þeirra verka sem eru til sýnis á Kirkjubæjarstofu.