Jökulsárlón (Glacier Lagoon) is one of Icelands most spectacular vision, located 130 kilometers east from Kirkjubæjarklaustur on the Road 1. Accessable all year round. The lagoon is widely regarded as the most picturesque scenery in all of south Iceland.
It should be noted that at Jökulsárlón, part of several foreign films have been shot. James Bond films Die Another Day and A View to a Kill, as well as Tomb Raider, Beowulf and Grendel and Batman Begins.
Jökulsárlón byrjaði að myndast um 1934-1935. Þá rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km vegalengd niður til sjávar. Síðan um 1950 hefur jökullinn hins vegar hörfað jafnt og þétt og sístækkandi lón hefur myndast. Árið 1975 mældist lónið um 7.9 km² en hefur vaxið til þess að vera a.m.k. 18 km² í dag vegna þess að jökullinn hefur bráðnað. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og reglulega brotna stórir sem smáir ísjakar af jökuljaðrinum sem er á floti í vatni. Ísjakar í ótrúlegustu myndum fljóta því um lónið sem er gífurlega djúpt eða a.m.k. 190 m. Í eðli sínu er frosið vatn ögn þyngra en fljótandi vatn sem gerir það að verkum að aðeins 1/10 hluti ísjakanna er ofan vatnsborðsins. Það sem er ofan vatnsborðs er oft svo stórt að erfitt er að ímynda sér það sem er fyrir neðan.
Áin sem liggur frá jökli niður að sjó styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m að lengd. Yfirborð lónsins hefur lækkað stöðugt, þannig að þar sem það var áður vatn þá gætir nú sjávarfalla í því. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrr á tíð. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og eltir selurinn mat sinn. Sömuleiðis sækja æðarfuglar í fiskinn og má víða sjá æðarfugl syndandi á milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla á bátum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins, ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar og dýralífið sem þarna þrífst. Á staðnum er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn sem geta farið í siglingu um lónið og að auki er þar lítið veitingahús. Auðvelt er að komast að Jökulsárlóni þar sem rútur stoppa þar á hverjum degi bæði í áætlunarferðum og dagsferðum. Í grennd við Jökulsárlón eru einnig Fjallsárlón og Breiðárlón. Jökulsárlónið er á Breiðamerkursandi við þjóðveg 1, um 60 km austan við Skaftafell og um 80 km vestan við Höfn í Hornafirði.