Kirkjugólfið (The Church Floor) just east of Kirkjubæjarklaustur, by the road 203. It is a bizarre expanse of columnar basalt, eroded and shaped by wind and waves. Although it is called The Church Floor there has never actually been a church here. It is a protected natural monument.
Stud rock is formed by a contraction in cooling matter, when basalt melt gradually cools after full coagulation so that the rock contracts and splits into odds that are usually hexagonal. Coefficients always stand perpendicular to the cooling surface. The church floor is a protected natural resource.
Near Kirkjugólf is Hildishaugur, which is Hildir Eysteinsson's pile. In Landnáma it is said that Ketill the Fool lived at Kirkjubær, but Ketill was a Christian. Before that Papar had been sitting at Kirkjubær, and they were cursed at the place that pagans could not live there. Hildir Eysteinsson the Pagan did not believe in this spell and wanted to move his estate to Kirkjubær, but when he reached the field he fell down dead.
Kirkjugólfið er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á lóðréttar blágrýtissúlur. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en það er engu öðru líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum.
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni, þegar basaltbráð kólnar smám saman eftir fullstorknun þannig að bergið dregst saman og klofnar í stuðla sem oftast eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornrétt á kólnunarflötinn. Kirkjugólf er friðlýst náttúruvætti.
Skammt frá Kirkjugólfi er Hildishaugur, en það er haugur Hildis Eysteinssonar. Í Landnámu segir að Ketill fíflski hafi búið á Kirkjubæ en Ketill var kristinn. Áður höfðu Papar setið að Kirkjubæ og voru þau álög á staðnum að ekki máttu þar heiðnir menn búa. Hildir Eysteinsson hinn heiðni lagði ekki trú á þessi álög og vildi færa bú sitt að Kirkjubæ en þegar hann kom að túngarðinum féll hann dauður niður.