Ófærufoss í Eldgjá

Ófærufoss is an extremely beautiful waterfall in the river Nyrðri-Ófæra and falls into Eldgjá in two cascades. There used to be a stone arch across the lower one up until the year 1993, when it fell into the river during spring thawing. From Northern Fjallabaksleið it is possible to drive into Eldgjá and from the car park at Eldgjá is an easy path along the gorge bottom to the Ófærufoss waterfall. Distance is 2,5 km. It is interesting to walk up to Gjátind. From there on a good day, there is a wonderful view of the gorge and Skaftá area. 

Hiking Map


Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Yfir neðri fossinum var steinbogi til ársins 1993 en hann hrundi þá í ána í vorleysingum en áin fellur um gjána. Af Fjallabaksleið nyrðri er hægt að aka nokkurn spöl inn í Eldgjá. Frá bílastæðinu er hægt að ganga eftir botni Eldgjár að Ófærufossi. Gangan er 2,5 km. Einnig liggur vegslóði upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði, sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó og Síðuafrétt með Lakagígum.

Gönguleiðakort