Skaftafell in Vatnajökull National Park, located 70 kilometers east from Kirkjubæjarklaustur on the Road 1, is an oasis wedge between sand and glacier. Its unique natural beauty formed by interplay of fire and ice. Compared to many south coast areas, the weather in Skaftafell has a mild, pleasant climate, often benefiting from the towering shelter of Öræfajökull. Birch trees and occaisionai rowans cover the rich undergrowth of the lower slopes. The hiking trail network in Skaftafell is around 60 km in total and all kinds of combinations are possible. Map and hiking trails
Skaftafell Visitor Center is open all year around. Adjacent to the visitor center are a campingground. In summer, scheduled ranger progrem are also on offer. Most importent is that everyone can enjoy the park and themselves, in harmony with nature and other visitors.
Skaftafell er einstök gróðurvin sem er umlukin söndum og vötnum. Öræfajökull (hluti Vatnajökuls) skapar mjög gott skjól í Skaftafelli og er veðursæld því mjög mikil. Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnjúkur og er hann í Öræfajökli. Umhverfið hefur mótast af eldgosum, jöklum og vötnum og í landinu hafa skapast fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir. Á svæðinu má finna um 250 tegundir háplantna og þar verpa um 30 mismunandi tegundir fugla. Það er því óhætt að segja að í Skaftafelli þrífist gróskumikill gróður milli sands og jökla auk þess sem þar er að finna einstaka náttúrufegurð og menningarminjar. Svæðið er rómað fyrir veðurblíðu og fagurt útsýni sem njóta má á fjölbreyttum gönguleiðum sem hægt er að fara innan svæðisins, en gönguleiðirnar eru við allra hæfi. Gönguleiðakort
Skaftafell er í Vatnajökulsþjóðgarði og þar er ein af gestastofum þjóðgarðsins, Skaftafellsstofa. Skaftafellstofa er opin allt árið. Hún er upplýsingamiðstöð, fræðslusýning og minjaverslun. Á sama stað er tjaldsvæði og veitingasala. Á sumrin eru landverðir með fræðslugöngur. Gestir eru hvattir til að leita upplýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins.