Í kjötvinnslunni á Borgarfelli í Skaftártungu fer fram framleiðsla á gæðavörum úr lamba- og ærkjöti. Vörurnar er hægt að kaupa beint af bændunum á Borgarfelli eða í Sveitabragganum á Kirkjubæjarklaustri.
Við hjá Borgarfelli kjötvinnslu viljum standa fyrir úrvalsvöru á sanngjörnu verði. Vöru sem er framleidd af natni og vandvirkni frá a- ö þannig að við getum ábyrgst hvern bita sem frá okkur fer. Við notum eingöngu eigið hráefni og vitum því hvað við erum að vinna með sem tryggir rekjanleika vörunnar.
Sími: 862 3575