Skaftárhreppur auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi störf við mötuneyti Skaftárhrepps sem áætlað er að taki til starfa 1. mars nk. Mötuneytið verður með aðstöðu til matseldar í Kirkjubæjarskóla á Síðu en mun jafnframt vera með starfsmenn í eldhúsi Klausturhóla fyrir framreiðslu og að útbúa létta rétti. Alls eru 4,8 stöðugildi til umsóknar en mögulegt er að skipta því upp í mismunandi starfshlutföll og unnið verður á vöktum. Störfin sem um ræðir eru eftirfarandi;
Matráður 1 stöðugildi
Matráður hefur umsjón með rekstri mötuneytis Skaftárhrepps, sér um vaktaskipulag og þjálfun annarra starfsmanna í gæða- og hollustuháttum. Rekstur mötuneytisins felur í sér, innkaup, matseld (heitan mat), bakstur, frágang og flutning matvæla á milli stofnana. Starf matráðs er unnið virka daga.
Menntun og hæfniskröfur
Aðstoðar matráður 1 stöðugildi
Aðstoðar við almenn störf í mötuneyti Skaftárhrepps samkvæmt fyrirmælum og tilsögn matráðs og er staðgengill matráðs í hans fjarveru. Starf aðstoðar matráðs er unnið á vöktum. Hefur umsjón með eldhúsi og matseld á helgarvöktum og hátíðisdögum.
Menntun og hæfniskröfur
Starfsmenn mötuneytis 2,8 stöðugildi
Aðstoða við almenn störf í mötuneyti Skaftárhrepps samkvæmt fyrirmælum og tilsögn matráðs. Sjá um framreiðslu, aðstoð við matseld, þrif og skúringar á eldhúsi og matsal Klausturhóla og skólmötuneytis ásamt fl. í samráði við yfirmann.
Menntun og hæfniskröfur
Laun eru skv. kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri á netfangið sveitarstjori@klaustur.is
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar nk. og skulu umsóknir sendast á netfangið sveitarstjori@klaustur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins.