Heilsugæslustöðin og lyfsalan á Kirkjubæjarklaustri er hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Læknir og hjúkrunarfræðingur starfa á heilsugæslustöðinni en ýmsir sérfræðilæknar svo sem tannlæknir og augnlæknir koma af og til og er það auglýst á vefmiðlum í Skaftárhreppi.
Opnunartímar:
Mánudaga og fimmtudaga kl. 12 -15
Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudag kl. 9 -12
Símatími læknis og hjúkrunarfræðings er eftir samkomulagi
Lyfsalan er opin á sama tíma og heilsugæslustöðin.
Læknir: Sigurður Árnason
Hjúkrunarfræðingur: Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir
Sími vaktþjónustur lækna og hjúkrunarfræðinga á HSU er 1700
í neyðartilvikum skal hringja 112
Tímapantanir, viðtal við lækni eða hjúkrunarfræðing og lyfsala í síma: S: 432 2880
Vestur-Skaftafellssýsla var sérstakt læknishérað frá árinu 1875 og náði yfir alla sýsluna og um tíma þjónaði læknirinn líka Öræfasveit. Héraðslæknir var einn hverju sinni en ekki var föst búseta læknis heldur bjuggu þeir hér og þar í héraði allt frá Kálfafelli í Fljótshverfi til Dyrhóla í Mýrdal. Má nærri geta að það hefur verið erfitt verkefni að vitja sjúklinga á svo stóru svæði þar sem jökulvötn og sandar voru farartálmar. Læknissetur var allmörg ár á Breiðabólsstað á Síðu en fluttist síðan í læknisbústaðinn á Kirkjubæjarklaustri 1950. Um 1970 vildu menn byggja upp heilsugæslur um allt land og átti þá að byggja heilsugæslustöð fyrir alla Vestur-Skaftafellssýslu í Vík í Mýrdal. Þótti íbúum austan Mýrdalssands það ekki fýsilegur kostur og var barist fyrir því að reist yrði heilsugæslustöð á Kirkjubæjarklaustri líka. Það kostaði mikla vinnu og útsjónarsemi en það tókst og 1979 var vígð heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri.
Breyttir tímar kalla á ný vinnubrögð og nýjar lausnir og árið 2014 var ákveðið að sameina rekstur heilsugæslustöðva á Suðurlandi og varð Heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri þar með hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Makmiðið með sameiningunni er að tryggja íbúum og ferðamönnum bestu mögulega heilbrigðisþjónustu hverju sinni.