Auglýsing um Skipulagsmál í Skaftárhreppi.
Samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsbreytingum:
Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri.
Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. Húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi. Sjá teikningu
Deiliskipulagsbreyting – Áningastaður í Eldhrauni.
Gerð er breyting á deiliskipulagi Eldhrauns sem samþykkt var 17.05.2013 og m.s.br. sem samþykktar voru 15.07.2014. Deiliskipulagið er stækkað úr 0,4 ha í 2,6 ha og mörk svæðisins ná norður fyrir þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir 14 nýjum bílastæðum og tveimur rútustæðum norðan við þjóðveginn en stæðið er eingöngu ætlað umferð sem ekur vestur.
Gert er ráð fyrir vegriði sem aðskilur aksturstefnur og undirgöngum fyrir gangandi umferð undir þjóðveginn að gönguleiðum og útsýnisstöðum. Sjá teikningu
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 22.apríl til og með 3.júní 2021. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is.
Skila skal skriflegum athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða beint á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps