Auglýsing um Skipulagsmál í Skaftárhreppi.
Samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:
Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri.
Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir og 3ja íbúða raðhúsalóð í 4ja íbúða raðhúsalóð. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 28.október til og með 9.desember 2021. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is.
Skila skal skriflegum athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða beint á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps