SKAFTÁRHREPPUR - VINNUSKÓLI
Ungmenni sem eru að ljúka 7. 8. 9. og 10. bekk og eru með lögheimili í Skaftárhreppi eiga rétt á vinnu í vinnuskóla sveitarfélagsins sumarið 2020. Unnið verður í 6 vikur, frá 10. júní til og með 21. júlí. Vinnutími verður alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og 13:00 -16:00 nema föstudaga en þá verður unnið frá 09-12.
Samkvæmt 27.gr um vinnutíma barna í reglugerð 426/1999 um vinnutíma barna og unglinga má vinnutími barna 13-14 ára vera 7 klst á dag og 35 klst á viku þegar um er að ræða vinnu sem fram fer á tíma sem skóli starfar ekki. Daglegur vinnutími 15 ára barna má vera 8 klst á dag og 40 klst á viku.
Umsóknareyðublað fyrir vinnuskóla má nálgast hér eða undir stjórnsýsla á www.klaustur.is
SKAFTÁRHREPPUR – SUMARTÖRF NÁMSMANNA - ÁTAKSVERKEFNI VMST
Okkur vantar unga og öfluga námsmenn til starfa sem fyrst í sumarátaksstörf.
Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám haust 2021 eða verið skráðir í nám á vorönn 2021.
Ráðningartími námsmanna er að hámarki 2,5 mánuðir. Miðað er við tímabilið 15.maí – 15.sept.
Námsmenn þurfa að verða 18 ára (á árinu) eða eldri.
2 störf í göngustígagerð: efnisflutningar, aðstoð við formun og lagninu göngustíga
2 störf í áhaldahús: umhirða og aðstoð við viðhald
2 störf í vinnuskóla: flokksstjórn og umsjón með vinnuskóla
1 starf hjá byggingarfulltrúa: gagnaflokkun, skönnun teikninga og gagna, aðgengismál skoðuð og skráð
Umsóknum fyrir ofangreind störf skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir lok föstudagsins 21. maí 2021. Einnig er hægt að skila umsóknum rafrænt á bygg@klaustur.is
Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, gsm 897-4837