Laus kennslustörf við Kirkjubæjarskóla á Síðu 2022-2023
Umsækjendur skulu hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla, góð tök á íslensku bæði töluðu máli og skriflegu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna eftir einkunnarorðum skólans; kærleikur, bjartsýni og samvinna.
Hæfniskröfur: Kennsluréttindi, hæfni í mannlegum samskipti , frumkvæði, skipulagshæfni og stundvísi. Flekklaus starfsferill er áskilinn.
Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands isl. sveitarfélaga.
Umsóknum um starf skal skila skriflega til skólastjóra
Umsóknarfrestur er framlengdur til 7. júní n.k.
með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendum. Nánari uppýsingar veitir Katrin Gunnarsdóttir, skólastjóri í síma 487-4633 – netfang skolastjori@klaustur.is
Í Kirkjubæjarskóla er áætlað að nemendur verði 44 á næsta skólaári og er samkennsla þar sem tveimur árgöngum er kennt saman á yngsta- og miðstigi en þremur á unglingastigi. Lagt verður upp með teymiskennslu í 1.- 2. bekk næstkomandi vetur og hvatt er til teymisvinnu milli nemendahópa, þvert á stig.