Félagsþjónusta Rangárvalla- og vestur Skaftafellssýslu veitir einstaklingum og fjölskyldum fjölbreytta þjónustu svo sem félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, stuðningsþjónustu og stuðning vegna húsnæðisvanda. Félagsleg ráðgjöf felur annars vegar í sér upplýsingagjöf og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og hins vegar stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.
Félagsþjónustan veitir þjónustu til íbúa sem búsettir eru í Ásahrepp, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Skrifstofan er staðsett á Hellu en starfsmenn veita íbúum í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi þjónustu í heimabyggð sé þess óskað.
Hægt er að hafa samband við félagsþjónustuna í síma 487 8125 eða á felagsmal@felagsmal.is.
Neyðartilvik skal tilkynna í síma 112
Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1, Hellu.
Allar nánari upplýsingar eru á vefur.felagsmal.is
Skólaþjónusta í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er með aðsetur á Hvolsvelli og Hellu. Þar starfa kennsluráðgjafar grunnskóla og leikskóla, sálfræðingur og talmeinafræðingur. Verksvið skólaþjónustunnar er að veita sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Þjónustan annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólks þeirra. Að byggðasamlaginu standa auk Skaftárhrepps; Mýrdalshreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Mýrdalshreppur.
Skrifstofa skólaþjónustunnar er opin alla virka daga frá 8:00 - 16:00
Netfang: skolamal (hja) skolamal.is Sími: 487 8107
Heimilisfang: Ormsvöllur 1, Hvolsvelli
Allar nánari upplýsingar má finna á vefur.skolamal.is
Sameiginlegur vefur fyrir félagsþjónustuna og skólaþjónustuna er: Félags og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu