Skaftárhreppur var fyrst og fremst landbúnaðarhérað þar sem sauðkindin var mikilvægust. Þannig var í margar aldir en á 20 öldinni breyttist margt. Íbúar Skaftárhrepps vinna við eitt og annað í dag. Árið 2021 eru landbúnaður og þjónusta aðalatvinnugreinarnar á meðan ferðaþjónustan var sú grein sem flestir störfuðu við árið 2019 áður en covid -19 hélt innreið sína í landið.
Stjórnvöld á Íslandi hafa safnað upplýsingum um atvinnumál eftir greinum. Þar kemur margt fram sem gott er að hafa í huga þegar verið er að tala um atvinnumál. Á vef Stjórnarráðs Íslands má finna mjög miklar upplýsingar um allt landið. Hér fyrir neðan eru svo nokkrir slóðir á upplýsingar sem varða atvinnumál í Skaftárhreppi.
Mælaborð og Byggðabrunnur Byggðastofnunar safnar upplýsingum þar sem auðvelt er að sjá stöðu og þróun fólksfjölda hvers sveitarfélags fyrir sig. Þar má einnig finna þjónustukort, uppl. um styrki til flutningsjöfnunar og lán til fjárfestinga, hagræðingar eða endurskipulagningar fyrirtækja.
Mælaborð ferðaþjónustunnar sem Ferðamálastofa sér um. Þar sem sjá má fjölda þeirra sem koma inn í landið á hverjum tíma, talningar á ferðamannastöðum, stöðu og horfur varðandi covid- 19 og margt fleira. Meðal annars má sjá fjölda þeirra sem fara að gosstöðvunum við Fagradalsfjall á Reykjanesi á hverjum degi.
Landbúnaður er mikilvægur atvinnuvegur í Skaftárhreppi. Mælaborð landbúnaðarins er rafrænn vettvangur þar sem upplýsingar um landbúnað og mætvælaframleiðslu á Íslandi eru aðgengilegar.
Tvö stór fiskeldisfyrirtæki eru í Skaftárhreppi, Klausturbleikja og Lindarfiskur. Allar upplýsingar um fiskeldi á Íslandi má sjá á Mælaborði fiskeldis sem Matvælastofnun eða MAST sér um.
Hagtölur um atvinnulíf á Suðurlandi með sérstaka áherslu á ferðaþjónustu, er að finna á vef Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Skýrslan var gefin út í ágúst 2020 en upplýsingarnar eru um stöðuatvinnulífs á Suðurlandi árin 2008 - 2019
Íbúar Skaftárhrepps eiga hóp á facebook þar sem er deilt upplýsingum um atvinnumál, mögulega styrki, námskeið og fleira.
Myndin er tekin uppi á Klausturheiðinni og lýsir vel atvinnumálum í Skaftárhreppi. Sjá má væna dilka, Hótel Klaustur, Kirkjubæjarskóla á Síðu, Kirkjubæjarstofu, Íþróttamiðstöðina, sundlaugina og grunn gestastofu Vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. (Ljósm. LM)