Kirkjubæjarstofa
Kirkjubæjarstofa, þekkingarsetur er rannsóknar- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Þekkingarsetrið sinner einnig miðlun upplýsinga og fræðslu varðandi nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi auk þjónustu við námsmenn. Námskeið á vegum Fræðslunets Suðurlands fara fram í húsnæði Kirkjubæjarstofu
Nokkrir sjálfstætt starfandi einstaklingar vinna að verkefnum sínum á Kirkjubæjarstofu en þar er líka skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Bændabókhaldið, Náttúrustofu Suðausturlands og fleiri.
Skrifstofa Skaftárhrepps flutti árið 2021 í húsnæði Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs að Klausturvegi 4, 3.hæð. . Sveitarstjórn og nefndir Skaftárhrepps funda á Kirkjubæjarstofu og er öllum velkomið að hafa samband ef þeir vilja leigja fundaraðstöðuna.
Inngangur á Kirkjubæjarstofu er austast í húsinu, þar sem áður var gengið inn í íbúðirnar. Gott aðgengi er að húsnæðinu, lyfta á jarðhæð og næg bílastæði.
Forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs er Katrín Gunnarsdóttir, sími 487-4645; netfang: kbstofa@kbstofa.is
Fréttir af starfsemi Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs birtast á facebooksíðu stofnuarinnar, sjá nánar hér
Starfsemi á Kirkjubæjarstofu hefur verið af ýmsu tagi og mörg verkefni verið unnin í nafni stofnunarinnar frá því hún var stofnuð 1997. Kirkjubæjarstofa starfar samkvæmt skipulagsskrá frá árinu 2015. Verkefni Kirkjubæjarstofu hafa vakið verðskuldaða athygli og viðurkenningar m.a. hlaut Kirkjubæjarstofa þekkingarsetur Menningarverðlaun Samtaka sunnlenskra sveitarfélagan árið 2019.