Heilsuleikskólinn Kæribær

Heilsuleikskólinn Kæribær stendur við Skaftárvelli á Kirkjubæjarklaustri og er tveggja deilda með um 36 nemendur. Einkunnarorð leikskólans eru Okkar nám er leikur og er kjarninn í uppeldisstarfinu frjálsi leikurinn. Í leik eru börnin virk og skapandi. Mikil áhersla er lögð á að virðing fyrir umhverfinu sé sjálfsagður þáttum í öllu starfi leikskólans og fékk Kæribær Grænfánann 2008 fyrir starf að umhverfimennt og menntun til sjálfbærrar þróunar. Kæribær er líka Heilsuleikskóli þar sem mikil áhersla er lögð á hollan mat og hreyfingu. 

Kæribær tók til starfa 1. október 1988 í því húsnæði sem hann er núna en frá því 1971 var starfrækt dagheimili yfir vetrarmánuðina á ýmsum stöðum á Kirkjubæjarklaustri.

Heilsuleikskólinn Kæribær

 

Leikskólastjóri: Dóra Esther Einarsdóttir

Netfang: leikskoli@klaustur.is  

Sími:  487 4803

Heimilisfang: Skaftárvellir 5a, 880 Kirkjubæjarklaustur

Allar nánari upplýsingar eru á vefnum: Heilsuleikskólinn Kæribær 

Starfsfólk         

Gjaldskrá   

Reglugerð fyrir Heilsuleikskólann Kærabæ  

Hér er slóðin til að sækja um fyrir barn á Kærabæ 

         Hér er leiðin til að sækja um starf á Kærabæ