Klausturhólar, hjúkrunar og dvalarheimili

Á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum eru sextán hjúkrunarrými, tvö dvalarrými og eitt dagvistunarrými. Öll herbergin eru einbýli með snyrtingu og sturtu, rúmgóð og björt. Fallegt umhverfi og gott útsýni er frá Klausturhólum þar sem Vatnajökull í allri sinni dýrð er eins og málverk út um gluggana. Hjúkrunarrýmin eru ætluð íbúum Skaftárhrepps en ef það eru laus rými eru þau nýtt til hvíldarinnlagna.  Fallegur garður er við heimiliið og aðstaða til útiveru góð. Umhverfið á Klaustri er notalegt, mikill gróður og góðar gönguleiðir. 

Sambyggt við hjúkrunarheimilið er dvalarheimili þar sem eru átta íbúðir fyrir eldra fólk. Þar sjá íbúar um sig sjálfir en geta keypt mat á Klausturhólum. 

Klausturhólar

 

Forstöðumaður: Margrét Guðmundsdóttir

Netfang: klausturholar (hja) klaustur.is 

S. 487 4870

Heimilisfang: Klausturhólum 3, 880 Kirkjubæjarklaustur