Meðhöndlun á byggingar- og niðurrifsúrgangi

Skila skal inn áætlun um meðhöndlun á byggingar- og niðurrifsúrgangi áður en framkvæmdir hefjast.

Samkvæmt byggingarreglugerð (kafla 15.2.2) skal þessari áætlun skilað vegna eftirfarandi framkvæmda:

  • Nýbygginga, viðbygginga eða breytinga á mannvirki þar sem að brúttó flatarmál gólfflatar þess hluta sem verkið tekur til er 300 m² eða meira.
  • Umfangsmikilla viðgerða útveggja, svala, þaks o.þ.h. þegar flötur verks er 100 m² eða stærri.
  • Niðurrifs á byggingum eða hluta bygginga þar sem brúttó gólfflötur verks er 100 m² að flatarmáli eða meir.
  • Framkvæmda þar sem búast má við að úrgangur verði 10 tonn eða meira.

 

Hvar sæki ég um?

 

 

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni ?

Eyðublaðinu skal skilað samhliða umsókn um byggingarleyfi, en um er að ræða fylgiskjal þar sem magn úrgangs í hverjum flokki fyrir sig er áætlað og að lokinni framkvæmd er rauntölum skilað inn.

 

Af hverju þarf ég að skila áætlun um meðhöndlun á úrgangi?

Samkvæmt byggingarreglugerð (kafla 15.2.2) skal þessari áætlun skilað áður en framkvæmdir hefjast. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er sérstök áhersla lögð á að draga úr umhverfisáhrifum byggingariðnaðarins en samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá Umhverfisstofnun er úrgangur frá mannvirkjagerð stærsti úrgangsstraumurinn hér á landi. Það er því til mikils að vinna með því að hækka endurnýtingarhlutfallið á þeim straumum sem falla til á framkvæmdatíma. Með þessu er verið að auka meðvitund um þann úrgang sem myndast á framkvæmdatíma, leggja áherslu á mikilvægi þess að endurnýta allt sem hægt er og að allur úrgangur sem fellur til sé rétt flokkaður.

 

Hvar finn ég ítarlegri upplýsingar?

Ítarlegar leiðbeiningar um meðhöndlun byggingarúrgangs má finna á vef Grænni byggðar með því að smella hér. Fyrir áhugasama má svo finna markmið og aðgerðir til að draga úr losun í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 með því að smella hér.