Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
- Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí
- Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld
Hvar sæki ég um?
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni ?
- Í umsókn skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis
- Með umsókn skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna
- Staðfestingu um eignarhald / samþykki meðeigenda
Hve lengi gildir stöðuleyfi?
Stöðuleyfi skulu mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað.