Minni mannvirkjagerð þar sem lítil hætta er á manntjóni, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar mögulegs tjóns á mannvirki eru litlar og umhverfisáhrif eru takmörkuð.
Í umfangsflokki 1 eru mannvirki þar sem ekki safnast saman mikill fjöldi fólks og fólk hefur ekki fasta búsetu.
Í umfangsflokk 1 falla m.a. geymsluhúsnæði, landbúnaðarbyggingar, frístundahús, sæluhús, stakstæðir bílskúrar, gestahús, skálar og viðbyggingar við þegar byggð mannvirki. Niðurrif mannvirkja falla hér undir. Sé mannvirki hærra en fjórar hæðir og stærra en 2000 m2 flokkast það almennt í umfangsflokk 2.
Hvar sæki ég um?
Umsókn um byggingarleyfi. Umsókn skal samræmast skipulagi.
Þarf ég hönnuð og/eða byggingarstjóra á verk?
Já, hönnuðir skulu hafa löggildingu. Já, byggingarstjóri skal hafa umsjón með verki og skal hann hafa byggingarstjóratryggingu. Byggingarstjóri má vera einn iðnmeistara og eru iðnmeistarar á verki ráðnir af byggingarstjóra eða eiganda.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni?
Með umsókn þarf að skila eftirfarandi:
- Aðaluppdrættir í heild eða sýndar breytingar á áður samþykktum uppdráttum
- Byggingarlýsing uppfylli kröfu um greinagerð hönnuða
- Ný skráningartafla ef breytingar verða á stærðum eða eignarhaldi
- Yfirferð og staðfesting aðaluppdrátta
- Áætlun um meðhöndlum byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað
- Séruppdráttum skal skila til leyfisveitanda til varðveislu áður en lokaúttekt fer fram.
- Staðfesting um eignarhald / samþykki meðeigenda
Þarf ég úttektir á verk?
Já, byggingarstjóri gerir áfangaúttektir og skráir í gagnasafn HMS. Byggingarstjóri eða eigandi skal boða byggingarfulltrúa til öryggis- og lokaúttektar.
Byggingarfulltrúa er heimilt að gera stöðuskoðun og úrtaksskoðun á verktíma.