Umsókn um byggingarleyfi í Umfangsflokki 2

Meðalstór mannvirkjagerð þar sem ekki er mikil hætta á manntjóni, efnahagslegar, samfélagslegar og umhverfislegar afleiðingar tjóns á mannvirki eru viðunandi.

Í umfangsflokki 2 eru mannvirki þar sem er miðað við að fólk geti haft fasta búsetu, án þess endilega að þekkja flóttaleiðir en geti þó bjargað sér sjálft út úr mannvirkinu.

Í umfangsflokk 2 falla m.a. íbúðarhúsnæði og gistiheimili, atvinnuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og bílastæðahús. Sé mannvirki hærra en 8 hæðir og stærra en 10000 m2 flokkast það almennt í umfangsflokk 3.

 

Hvar sæki ég um?

Umsókn um byggingarleyfi. Umsókn skal samræmast skipulagi.

 

Þarf ég hönnuð og/eða byggingarstjóra á verk?

Já, þú þarft hönnunarstjóra og aðra hönnuði sem skulu hafa löggildingu. Já, byggingarstjóri skal hafa umsjón með verki og skal hann hafa byggingarstjóratryggingu. Skrá þarf iðnmeistara í gagnasafn HMS og til byggingarfulltrúa. Iðnmeistarar á verki eru ráðnir af byggingarstjóra eða eiganda.

 

Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni ?

Með umsókn þarf að skila eftirfarandi:

  • Aðaluppdrættir í heild eða sýndar breytingar á áður samþykktum uppdráttum
  • Ný skráningartafla ef breytingar verða á stærðum eða eignarhaldi
  • Greinagerð hönnuða
  • Yfirferð og staðfesting aðaluppdrátta
  • Séruppdrættir miðað við framvindu (áður en verkþáttur hefst)
  • Áætlun um meðhöndlum byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað
  • Yfirferð séruppdrátta
  • Staðfesting um eignarhald / samþykki meðeigenda

 

Þarf ég úttektir á verk?

Já, byggingarstjóri gerir áfangaúttektir og skráir í gagnasafn HMS. Byggingarstjóri eða eigandi skal boða byggingarfulltrúa til öryggis- og lokaúttektar.

Stöðuskoðun byggingarfulltrúa er áskilin og úrtaksskoðun á verktíma er heimil.