Umfangsmikil mannvirkjagerð þar sem hætta á manntjóni er mikil, efnahagslegar og samfélagslegar afleiðingar tjóns á mannvirki eru miklar. Þessum flokki tilheyra mannvirki sem ætla má að tjón á þeim valdi miklum umhverfislegum afleiðingum. Mannvirki sem eru sérstaklega flókin í hönnun eða þjóna samfélagslega mikilvægu hlutverki og/eða eru nauðsynleg með tilliti til almannaöryggis tilheyra þessum flokki.
Í umfangsflokki 3 eru mannvirki þar sem gert ráð fyrir að mikill fjöldi fólks geti safnast saman eða að notkun þeirra sé þannig að fólk geti ekki bjargað sér sjálft úr mannvirkinu. Séu mannvirki ekki hærri en fjórar hæðir og ekki stærri en 2000 m2 er heimilt að fella þau undir umfangsflokk 2.
Í umfangsflokk 3 falla m.a. verslunarmiðstöðvar, skólar, íþrótta- og menningarmannvirki, stærri veitur, virkjanir og lokaðar stofnanir svo sem sjúkrahús, dvalar- og hjúkrunarheimili, lögreglustöðvar og fangelsi.
Hvar sæki ég um?
Umsókn um byggingarleyfi. Umsókn skal samræmast skipulagi.
Hönnuður / byggingarstjóri aðilar verks ?
Já, þú þarft hönnunarstjóra og aðra hönnuði sem skulu hafa löggildingu. Já, byggingarstjóri skal hafa umsjón með verki og skal hann hafa byggingarstjóratryggingu. Skrá þarf iðnmeistara í gagnasafn HMS og til byggingarfulltrúa. Iðnmeistarar á verki eru ráðnir af byggingarstjóra eða eiganda.
Hvaða gögnum þarf ég að skila inn með umsókninni ?
Með umsókn þarf að skila eftirfarandi:
- Aðaluppdrættir í heild eða sýndar breytingar á áður samþykktum uppdráttum
- Ný skráningartafla ef breytingar verða á stærðum eða eignarhaldi
- Greinagerð hönnuða
- Yfirferð og staðfesting aðaluppdrátta
- Séruppdrættir miðað við framvindu (áður en verkþáttur hefst)
- Áætlun um meðhöndlum byggingar- og niðurrifsúrgangs skal skilað
- Yfirferð séruppdrátta
- Útvistun á yfirferð uppdrátta er heimil
- Staðfesting um eignarhald / samþykki meðeigenda
Þarf ég úttektir á verk?
Já, byggingarstjóri gerir áfangaúttektir og skráir í gagnasafn HMS. Byggingarstjóri eða eigandi skal boða byggingarfulltrúa til öryggis- og lokaúttektar.
Stöðuskoðun byggingarfulltrúa er áskilin og úrtaksskoðun á verktíma er heimil.