Lukkulegur íbúi kaupir miða á flokkað sorp og lífrænt
Skaftárstofa selur límmiða til að setja á sorppoka. Frá og með 23. maí 2022 á að merkja almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna með rauðum miða en lífrænt sorp með gulum miða. Annað efni fer í flokkunargámana og þarf ekki að merkja. Markmiðið er að flokka sem mest svo lítið þurfi að urða. Það er opið á Skaftárstofu í félagsheimilinu á Klaustri frá 9:00 - 15:30
Litlu miðarnir (ca 5 cm í þvermál) eru ætlaðir á poka sem eru á við venjulegan ínnkaupapoka og kosta 60 kr. stykkið
en stærri miðarnir á poka sem taka allt að 80 - 120 lítra poka kosta 700 kr stykkið
Frá og með 1. júní verður opið á Skaftárstofu frá 9:00 - 16:30
Allar nánari upplýsingar má hér á klaustur.is undir Sorpmál/endurvinnsla | Klaustur
Rannveig Bjarnadóttir hefur flokkað sorpið frá því um 2000 og fagnaði þessari nýju lausn þar sem hún getur verið alveg viss um að það sem hún flokkar heima kemst alla leið í rétta gáma þegar hún fer með það sjálf.