Afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu
Fimmtudaginn 2. júní nk. verður haldin vor- og afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu. Skólinn varð 50 ára í október síðastliðnum en ekki var hægt að halda fjölmenna hátíð þá eins og allir vita.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður í opinberri heimsókn í Skaftárhreppi þann sama dag og mun hann heiðra okkur með nærveru sinni.
Við vonumst til þess að sem flestir, fyrrum nemendur og starfsfólk, íbúar Skaftárhrepps og aðrir þeir sem áhuga hafa á, sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur þennan dag, taka þátt í dagskránni og skoða sýningu sem sett verður upp í skólanum.
Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur en við hvetjum alla til þess að taka daginn frá.
Starfsfólk og nemendur KBS