Niðurstaða ársreiknings ársins 2023
Þrátt fyrir hagfellda niðurstöðu ársreiknings 2023 hefur á liðnu ári töluverðum fjármunum verið varið til styrkingar innviða sveitarfélagsins.
Hafinn var undirbúningur að endurskipulagningu á mannvirkjum grunnskólans þar sem lagt er upp með breytingar á innra skipulagi, ásamt viðbyggingum með það að markmiði að tengja saman nýjan leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirki.
Einnig má nefna að sveitarfélagið lagði aukið fjámagn til menningarmála og til íþrótta og æskulýðsstarfs. Gerðir voru styrktarsamningar til þriggja ára við björgunarsveitirnar Kyndil, Lífgjöf og Stjörnuna, ásamt kaupum á hjartastuðtækjum til sömu aðila. Kirkjusóknir sveitarfélagsins voru styrktar varðandi kórastarf.
Keypt var þjónustubifreið fyrir hreyfihamlaða einstaklinga og síðast en ekki síst var keypt ný slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Skaftárhrepps.
Allt eru þetta verkefni sem eru til þess fallin að styrkja samfélagið og efla viðnámsþrótt þess til framtíðar litið.