Niðurstaða 517. fundar sveitarstjórnar.

 

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til fundar miðvikudaginn 26. mars 2025.
    • Meðal þess sem gert var eftirfarandi:
      • Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti lokatillögu að Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2023-2043 eftir að Skipulags- og umhverfisráð Skaftárhrepps hafði einhuga ( í einu hljóði) samþykkt tillöguna á fundi sínum þann 13. mars síðastliðinn eftir áralangt endurskoðunarferli. Með Aðalskipulagstillögunni markar sveitarfélagið sér framtíðarsýn til næstu ára í skipulags og byggðamálum.
        • Meðal helstu áherslna í skipulaginu má nefna:
          • Í byggðamálum, skal áhersla lögð á að skapa fjölbreytt og öflugt samfélag sem er eftirsótt til búsetu og að velferð allra íbúa sé tryggð. Stuðla að hagkvæmri þróun byggðar og að ný byggð falli vel að þeirri byggð sem fyrir er. Forðast skal að reisa byggð á góðu ræktarlandi og landi sem hentar vel til landbúnaðarframleiðslu. Leitast skal við að fjölga sem minnst vegtengingum við þjóðveg 1. 
            • Í dreifbýli skal ekki vera íbúðarbyggð á nýjum svæðum fyrir fleirri en 15 íbúðir á samtengdum svæðum sem skal þá vera í samhengi við aðra uppbyggingu í nágrenni, en áhersla er á að íbúðaruppbygging sé í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri.
              • Hvað varðar uppbyggingu þéttbýlisins skal leitast við að ávallt sé nægt framboð lóða til byggingar íbúðarhúsnæðis m.v. áætlaða íbúaþróun og þarfir á hverjum tíma. Sérstök áhersla verði á lóðir fyrir minna íbúðarhúsnæði, sérbýli og fjölbýli, sem er hagkvæmt í byggingu. Lögð verði áhersla á að þétta byggð á Kirkjubæjarklaustri og byggja í eyður í byggðinni til að nýta land og grunnkerfi sem best og skapa heildstæðari byggð með sem stystum vegalengdum í þjónustu, með fjárhagslega hagsmuni íbúa og sveitarfélagsins í huga.
            • Í atvinnumálum, er áhersla lögð á að skapa skilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og velgengni í helstu atvinnugreinum í sveitarfélaginu, en stefna um leið á aukna verðmætasköpun í sveitarfélaginu byggða á nýsköpun, hugviti og tækni, með áherslu á hringrásarhugsun í þágu sjálfbærni. Laða grænar fjárfestingar til sveitarfélagsins og leita leiða til nýsköpunar og fjölbreyttra tækifæra í atvinnumálum, að skapa eitthvað nýtt eða bæta það sem fyrir er og stuðla þannig að framþróun. Huga að raforkuþörf og annarri aðstöðu fyrir iðnað í sveitarfélaginu og tryggja afhendingaröryggi raforku.
            • Í samgöngumálum, með áherslu á að bæta samgöngur og stuðla að auknu umferðaröryggi ásamt því að greiða fyrir vistvænum samgöngumátum. Stuðla að bættu öryggi hjólandi og gangandi umferðar innan þéttbýlisins, ásamt því að kortleggja gönguleiðir. Einnig með því að byggja upp varaleiðir í sveitarfélaginu sem þjónað gætu, komi til náttúruhamfara.
            • Í orku og auðlindamálum með áherslu á að tryggja orkuöryggi og auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Að orkuvinnslan nýtist til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar í Skaftárhreppi og að ábatinn nýtist til uppbyggingar almannaþjónustu og innviða sveitarfélagsins.
    • Sveitarstjórn Skaftárhrepp samþykkti í einu hljóði að ráða Elísabetu Gunnarsdóttur sem skólastjóra sameiginlegs leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
    • Sveitarstjóri greindi frá því að sveitarfélagið hefði fengið 1 milljón í styrk vegna húsakönnunar í Álftavershreppi hinum forna og samþykkt var að ganga til samninga við GINGA-teiknistofu um verkefnið.
    • Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í verkefninu Sinfó í sundi þann 29. ágúst næstkomandi.
    • Sveitarstjórn tók til umræðu viljayfirlýsingu vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall.

Hér má sjá fundargerð:

Hér má sjá fundargögn: