Hamrafoss Cafe lokar að kvöldi föstudagsins 27. ágúst 2021.
Síðasti séns til að ná sér í kaffibolla og tertu hjá Eyrúnu á Fossi á Síðu er föstudaginn 27. ágúst 2021. Kaffihúsið lokar í vetur.
Það er mikill menningarauki af því að hafa þetta fína kaffihús í Skaftárhreppi og við bíðum spennt eftir að það opni aftur þegar vorar á ný. Stólarnir bíða og fossinn rennur sína leið þangað til.