Forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands
Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Náttúrustofan hefur starfað frá 2013 og árið 2021 voru stöðugildi hjá stofunni 4,7 talsins.
Helstu verkefni forstöðumanns:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá skal senda í Ráðhús Hornafjarðar merkt „Forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands“, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is fyrir 13. febrúar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar í síma 470 8016 eða á netfangið matthildur@hornafjordur.is.
Sjá nánar á heimasíðu Náttúrustofu Suðausturlands, www.nattsa.is