Laugardaginn 26. mars 2002 var haldin samkoma í minningarkapellu Jóns Steingrímssonar, til stuðnings Úkraínskum almenningi, sem má nú þola andstyggð og ógnir stríðs í heimalandi sínu og á flótta fjarri heimkynnum sínum.
Það söfnuðust 239 695 krónur eða tæplega 240 þúsund krónur sem verða sendar til Rauða kross Íslands og nýttar í þágu Úkraínubúa.
Guðmundur Óli Sigurgeirsson og Sr. Ingimar Helgason sáu um undirbúning samkomunnar ásamt Rauðakrossdeildinni á Kirkjubæjarklaustri sem tók við fjárframlögum.
Flutt var tónlist og ljóð og sagt frá starfi Rauða krossins sem hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna í Úkraínu. Hér á landi ber Rauði krossinn hitann og þungann af móttöku fólks sem hefur flúið Úkraínu.
Þeir sem vilja styrkja starf Rauða kross Íslands í þágu Úkraínubúa geta lagt inn á reikning: