Auglýsing um Skipulagsmál
Samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulögum:
Deiliskipulag – Efri Ey II og III, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta og tengd starfsemi.
Deiliskipulag þetta er unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til hluta af landi Efri-Eyjar II (L163319) og hluta af landi Efri Eyjar III (L163320). Skipulagssvæðið er um 3 ha.
Um er að ræða reit VÞ12 skv. nýju endurskoðuðu aðalskipulagi sem samhliða er auglýst hér.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina ramma utan um ferðaþjónustuna sem fyrir er á svæðinu og framtíðaruppbyggingu henni tengdri.
Sjá teikningu og nánari upplýsingar
Deiliskipulag – Snæbýli I, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta.
Deiliskipulag þetta er unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til hluta af landi Snæbýlis I (L163449). Fyrir eru 3 hús sem byggð hafa verið á sl. 3 árum, sem er þá 1.áfangi. Hús 4, 5, og 6 eru 2.áfangi og hús 7, 8, 9, 10 og 11 eru 3.áfangi, sjá nánar á uppdrætti.
2.áfangi verður byggður á næstu 2 árum.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina ramma utan um ferðaþjónustuna sem fyrir er á svæðinu og framtíðaruppbyggingu henni tengdri.
Sjá teikningu og nánari upplýsingar
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 19.maí til og með 30.júní 2022. Tillögurnar eru til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is.
Skila skal skriflegum athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða beint á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Fh. Skaftárhrepps
Ólafur Júlíusson
Skipulags- og byggingafulltrúi