MARKMIÐIÐ ER MATVÖRUVERSLUN Á KLAUSTRI
Hjá okkur í Skaftárhreppi er stærsta áskorunin í upphafi nýs árs að finna leið til að opna matvöruverslun á Klaustri í kjölfar þess að Kjarval lokaði. Í hverri áskorun búa tækifæri. Sveitarstjórn mun leita allra leiða til að fá matvöruverslun aftur á Kirkjubæjarklaustur.
Ef einhverjir hafa áhuga á að leggja fram hugmyndir um rekstur matvöruverslunar, og / eða reka verslun, endilega hafði samband við oddvita Evu Björk Harðardóttur oddviti@klaustur.is eða Þuríði Helgu Benediktsdóttur, atvinnumálafulltrúa, framtid@klaustur.is
Allar hugmyndir vel þegnar