Ertu með hugmynd sóttu um í Matvælasjóð
04.02.2025
- Matvælasjóður opnaði fyrir umsóknir 1. febrúar síðast liðinn
- Matvælasjóður opnaði fyrir umsóknir í sjöttu úthlutun sjóðsins þann 1. febrúar 2025 og verður umsóknarfrestur til miðnættis 28. febrúar 2025. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýsköpun í framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Í ár eru rúmar 477 milljónir króna til úthlutunar.
- Styrktarflokkar Matvælasjóðs:
- Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi og hjálpar til við að þróa hugmyndir í framkvæmd.
- Kelda: Styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð: Styrkir verkefni sem eru komin af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, þó ekki tilbúna til markaðssetningar.
- Fjársjóður: Styrkir sókn á markaði og aðstoðar fyrirtæki við að koma sínum verðmætum á framfæri.
- Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel flokka sjóðsins og handbókina áður en þeir hefja vinnu við umsókn. Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins. Nánari upplýsingar og handbókina má finna á heimasíðu sjóðsins.
- Árið 2024 úthlutaði Matvælasjóður rúmlega 491 milljón króna til 46 verkefna. Þetta undirstrikar mikilvægi sjóðsins í að styðja við nýsköpun og þróun í íslenskri matvælaframleiðslu.
- Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið matvaelasjodur@mar.is
- Mikilvægt er að merkja fyrirspurnina með þeim flokki sem hún varðar (Bára, Kelda, Afurð eða Fjársjóður) í efnislínu. Einnig veita ráðgjafar SASS aðstoð og má nálgast þá á heimasíðu SASS.