Hér er aðgengileg stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér skýrsluna vel og spyrja spurninga sem vakna við lestur hennar! Spurningar er hægt að senda á svsudurland@svsudurland.is.
Íbúafundir verða haldnir 6. - 15. september og verða nánar auglýstir þegar nær dregur.
Kosningar um sameiningu fara fram 25. september samhliða alþingiskosningum. Kosningarnar eru bindandi og þarf meirihluta samþykki íbúa allra sveitarfélaga sem koma að verkefninu svo af verði.
Allir eru hvattir til þess að taka þátt því afstaða íbúa skiptir máli!