Samkvæmt 46. gr. kosningalaga nr. 112/2021 framlengist áður auglýstur frestur til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga í Skaftárhreppi til kl. 12 á hádegi sunnudaginn 10. apríl 2022 þar sem einungis hefur verið lagður fram einn listi. Hægt er að skila inn framboðslistum til Sólveigar Pálsdóttur kjörstjórnarmanns í Prestsbakkakoti.
Kjörstjórn