Fuglainflúensa í ref og útburður á hræjum vegna refaveiða
05.02.2025
- Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. Aftur á móti greindist fuglainflúensa H5N5 í sýni sem tekið var úr refi.
- Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera líka vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi.