Sveitarstjóri vill vekja athygli á að ekki hefur verið gengið frá samningum vegna grenjavinnslu á ref.
Óheimilt er skv. lögum íslenskra ríkisins að stunda grenjavinnslu nema með samningi við viðkomandi sveitarfélag.
Alls bárust átta (8) umsóknir um grenjavinnslu og mun sveitarstjórn Skaftárhrepps, taka málið til afgreiðslu á 492. fundi sínum sem haldinn verður 15. maí næstkomandi.