GRENNDARSTÖÐVARNAR TILBÚNAR
Núna eru grenndarstöðvarnar tilbúnar til notkunar og strákarnir sækja tunnurnar á næstu 3 dögum.
Þurfum að sækja tunnur í Álftaver, Skaftártungu, Meðalland, Landbrot og á Klaustri og nágrenni.
Byrjað verður að smala tunnum saman á Klaustri og svo koll af kolli næstu 3 daga, mánudag 23. maí, þriðjudag 24. maí og miðvikudag 25. maí.
Tunnurnar fara í geymslu á Klaustri á meðan tilraunaverkefnið stendur yfir.
Nánar má sjá staðsetningu grenndarstöðvanna á meðfylgjandi korti.
fh. Skaftárhrepps
Ólafur E Júlíusson
Skipulags- og byggingafulltrúi. Umhverfismál