Föstudaginn 11. desember verður opið í Handverksbúðinni frá kl. 13 -16 og svo verður sala á lambakjöti frá Handverkssláturhúsinu í Seglbúðum í Randombúðinni frá kl 14 - 17:30 sama dag.
Friday, the 11th of December Handverksbúð will be open from 13:00 - 16:00. Also it will be lambmeat in Random Klaustur búð where you can buy meat from Seglbúðum, open 14:00 - 17:30.
Í Handverksbúðinni fæst ýmislegt sem er gott í jólapakka eins og vettlingar, lambhúshettur, lopapeysur og fleira.
Þórunn í Seglbúðum verður með ýmislegt á boðstólum: Reyktan og úrbeinaðan lambaframpart, tvíreyktan ærvöðva, grafið ærfile, lambabjúgu, lambahakk, lambaprime, lambalundir, kjötfars og fleira. Það er ekki posi.