Beint streymi Youtube; https://www.youtube.com/watch?v=4IpGwbaS0H8
Boðum til íbúafundar vegna skipulags á skólalóðinni Klausturvegi 4,
þriðjudaginn 8. júní 2021 kl. 20.00-21.30
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga af lóðinni þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingarmöguleikum skólahúsnæðisins, leikskólabyggingu og Erró-setri ásamt viðbótar bílastæðum og góðu aðgengi að lóðinni.
Í framhaldi af íbúafundinum verður tillagan auglýst og gefst þá íbúum Skaftárhrepps kostur á að gera athugasemdir við tillöguna inna 6 vikna auglýsingafrests, sem auglýstur verður síðar.
Íbúafundurinn verður haldinn í fundarsal Þekkingarsetursins, Klausturvegi 4.
Jafnframt verður fundinum streymt á „YouTube“.
Sjá link hér þegar nær dregur.
Skipulagsupptillöguppdráttinn má sjá HÉR
f.h Skaftárhrepps
Ólafur E Júlíusson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
897-4837