Skaftárstofa selur límmiða til að setja á sorppoka. Frá og með 23. maí 2022 á að merkja almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna með rauðum miða en lífrænt sorp með gulum miða. Annað efni fer í flokkunargámana og þarf ekki að merkja. Markmiðið er að flokka sem mest svo lítið þurfi að urða. Það er opið á Skaftárstofu í félagsheimilinu á Klaustri frá 9:00 - 15:30
Litlu miðarnir (ca 5 cm í þvermál) eru ætlaðir á poka sem eru á við venjulegan ínnkaupapoka og kosta 60 kr. stykkið
en stærri miðarnir á poka sem taka allt að 80 - 120 lítra poka kosta 700 kr stykkið
Frá og með 1. júní verður opið á Skaftárstofu frá 9:00 - 16:30
Allar nánari upplýsingar má hér á klaustur.is undir Sorpmál/endurvinnsla | Klaustur