Björk Ingimundardóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafnsins á Kirkjubæjarklaustri tekur vel á móti gestum. Það eru margar af nýju bókunum komnar á safnið. Það er líka búið að færa skáldsögurnar niður og fræðibækurnar upp. Endilega gerið ykkur ferð á safnið og athugið hvort þið rekist ekki á ólesna bók.
Opnunartími miðvikudaga 16:30 - 19:00 og fimmtudaga 11:00 - 13:30 á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri.
Margar nýjar bækur og skáldsögurnar hafa verið fluttar niður.
Grundvallarrit um Lífríki Íslands var að hluta til samið á Kirkjubæjarklaustri þegar höfundurinn Snorri Baldursson bjó hér og starfaði.
Kjarval setti svip sinn á mannlífið á Klaustri og málaði hér margar myndir. Kjarval kenndi fólki að meta fegurðina í hrauninu.
Goðafræðina þurfa allir að kunna og hún er bráðskemmtileg í þessum nýju bókum sem henta jafnt fyrir börn og fullorðna.
Tvær bækur um fólk sem barðist fyrir betri heimi.
Einar barðist fyrir mannréttindum til handa samkynhneigðum og alnæmissmituðum.
Sigríður barðist fyrir því að Gullfoss fengi að vera eins og hann er.
Heimsbókmenntir lifa af tískur og sveiflur og á bókasafninu er mikið af klassískum verkum bæði íslenskum og þýddum.
Karamazov bræðurnir hafa verið endurútgefnir en á Héraðsbókasafninu er til fyrsta útgáfan.