Messa í Minningarkapellu Sr. Jóns Steingrímssonar (Ljósm. LM)
Messað verður í Minningarkapellunni nú á sunnudaginn 15. maí klukkan 14:00.
Organistinn okkar, Zbigniew Zuchowicz, spilar og leiðir okkur sem og kirkjukór Prestsbakkakirkju í söng og sr. Ingimar Helgason þjónar og prédikar. Að auki berst okkur liðsauki úr tónlistarskólanum þar sem spilað verður á fiðlu í upphafi messunnar.
Verið öll hjartanlega velkomin í kapelluna ykkar.