Páskamessan er hér
Gleðilega páska kæru vinir!
Þar sem ekki var hægt að hittast í kirkjunum okkar yfir páskahátíðina var tekin upp helgistund í Prestsbakkakirkju. Organisti er Zbigniew, kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórinn sungu. Lesarar voru: Ólafur Helgason fór með bæn, lexíuna las Þórunn Ármannsdóttir og pistilinn Lilja Magnúsdóttir. Sr. Ingimar Helgason prédikaði og þjónaði.