Ragnhildur Ragnarsdóttir, myndlistarmaður, opnar sýningu á verkum sínum á Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri 12. nóvember 2021. Sýningin verður opin þann dag frá 16:00 - 19:00. Næstu tvær tvær vikur verður sýningin opin frá 10 - 14 frá mánudegi til fimmtudags og frá 10:00 - 13:00 á föstudögum.
Ragnhildur Ragnarsdóttir, visual artist, opens an exhibition of her work at Kirkjubæjarstofa at Kirkjubæjarklaustur on November 12, 2021. The exhibition will be open that day from 16:00 - 19:00. Next two weeks the exhibition will be open from 10 - 14, Monday to Thursday and from 10 - 13 on Friday.
Ragnhildur Ragnarsdóttir var kennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu og myndlistarkennari frá 1980 til 2014. Það er því afar ánægjulegt að Ragnhildur skuli setja upp sýningu á Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetri sem er nú flutt í húsnæði á efri hæð heimavistarálmunnar við Kirkjubæjarskóla.
Ragnhildur stundaði myndlistanám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Myndlist- og handíðaskóla Íslands 1985 - 1989 og útskrifaðist þaðan úr grafíkdeild. Myndirnar á sýningunni eru handþrykktar tréristur frá árunum 2018 til 2021, þrykktar í 1 - 3 eintökum. Myndirnar eru til sölu.
Ragnhildur hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Svíþjóð og Skotlandi.
Verkið Funheit eftir Ragnhildi er eitt þeirra verka sem eru til sýnis á Kirkjubæjarstofu.