Sveitarstjórn samþykkti að ráða Svavar Sigurðsson í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Skaftárhrepps, frá 1. janúar 2023 til og með 31. júlí 2023.
Sveitarstjórn samþykkti samkomulag við Grafarsókn, Langholtssókn, Prestbakkasókn og Þykkvabæjarklausturssókn vegna organista og kórstjóra. (sjá hér)
Með samkomulagi þessu er stefnt að því að efla menningar- og tónlistarstarf í sveitarfélaginu, sem meðal annars getur nýst varðandi starfsemi kóra og tónlistarflutning í sveitarfélaginu. Skaftárhreppur mun á grundvelli samkomulagsins, kosta starf sem varðar skipulag kórastarfs og æfingar auk starfs organista við kirkjur og kapellur innan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði TM í tryggingar sveitarfélagsins til 3ja ára.
TM var lægst í útboðinu og er lækkun iðgjalda um 23% á milli áranna 2022 og 2023 þrátt fyrir að vátryggingavernd sé aukin til muna.
Sveitarstjóri greindi frá því að Skaftárhreppur hefði fengið samþykktan styrk að upphæð 11.867.406 krónur sem stofnframlag til bygginga á 2 almennum íbúðum, fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði.
Sveitarstjóri lagði meðal annars fram drög af bréfi vegna friðunar á Skaftá, fyrir hönd sveitarfélagsins vegna jarðarinnar Ár. (hér má sjá bréfið til Umhverfisstofnunar)