Sveitarstjórn Skaftárhrepps, hélt 488. fund sinn þann 23. febrúar 2023
Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
Sveitarstjórn samþykkti að gefa öllum nemendum í 5. bekk Kirkjubæjarskóla á Síðu spjaldtölvur, að gerðinni iPad 10.2 64GB ásamt lyklaborði.
Jafnframt samþykkti sveitarstjórn samhljóða að kaupa 6 spjaldtölvur fyrir kennara. Sveitarstjórn samþykkti ennfremur samhljóða að fela skólastjóra að semja reglur um notkun spjaldtölva og leggja þær fyrir fræðslunefnd til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Framkvæmdasýsluna / Ríkiseignir, um kaup á landi á Kirkjubæjarklaustri og Skriðuvöllum 11.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið (sjá hér)