Niðurstaða 515. fundar sveitarstjórnar.
28.01.2025
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps kom saman til fundar, þriðjudaginn 28. janúar 2025.
- Meðal þess sem gert var eftirfarandi:
- Lögð fram skýrsla frá ÍSOR, dagsett í janúar 2025 vegna jarðhita og jarðhitaleitar í Skaftárhreppi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir þekktum jarðhitastöðum í Skaftárhreppi og borholum þar sem til eru hitamælingar. Einnig fjallað um efnasamsetningu þeirra fáu sýna af jarðhitavatni sem til eru úr hreppnum. Jafnframt er greint frá niðurstöðum og næstu skrefum. (hér má sjá skýrsluna)
- Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett, 18. desember 2024, ásamt greinargerð og tillögum um framtíðarsýn Núpsstaðar (hér má sjá bréf og greinargerð)
-
Lagt fram minnisblað, dagsett, 16. janúar 2025, frá EP Power Minerals ehf., vegna fyrirhugaða framkvæmda fyrirtækisins í Skaftárhreppi. (hér má sjá minnisblaðið)
-
Lögð fram skýrsla frá VSÓ Ráðgjöf, dagsett, 20. desember 2024, um ástandsmats framkvæmda á Klausturvegi 4. (hér má sjá skýrsluna)
Hér má sjá fundargerðina:
Hér má sjá fundargögn: