Niðurstaða 516. fundar sveitarstjórnar.
26.02.2025
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til fundar þriðjudaginn 25. febrúar 2025.
- Meðal þess sem gert var eftirfarandi:
- Sveitarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögur af leikskóla og samþykkti jafnframt að fela sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn fyrir jarðvegsvinnu og uppsteypu á gólfplötu og bjóða verkið út.
- Sveitarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða að haldinn verði kynningarfundur um byggingu á nýjum leikskóla (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að leita eftir samstarfi við Rarik um áframhaldandi leit að heitu vatni í sveitarfélaginu.
- Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa Félagsheimilið Kirkjuhvol til reksturs í langtímaleigu.
- Sveitarstjórn samþykkti samhljóða Málstefnu Skaftárhrepps (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti samhljóða Húsnæðisáætlun Skaftárhrepps 2025 (sjá hér)
- Sveitarstjórn samþykkti að boða allar fjallskilanefndir sveitarfélagsins til sameiginlegs fundar um málefni nefndanna.
Nánar má sjá í fundargerð fundarins (hér)
Hér má sjá fundargögn