Stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu (FSRV) hefur ákveðið að ráða Svövu Davíðsdóttur starfandi félagsmálastjóra FSRV sem nýjan framkvæmdastjóra byggðasamlagsins. Tveir sóttu um starfið og var ákvörðun tekin að loknum viðtölum við umsækjendur.
Svava tekur við starfinu frá og með 1. nóvember 2022 og mun starfa eftir nýju stjórnskipulagi sem samþykkt hefur verið í aðildarsveitarfélögunum.
Svava er boðin velkomin til starfa sem framkvæmdastjóri og henni óskað velfarnaðar í störfum sínum.