Óveruleg breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs, frístundasvæði F4.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 469.fundi sínum þann 20.janúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs.
Breytingin felst í því að í skilmálum fyrir frístundabyggð, kafli 3.7 í greinargerð, bætist við heimild að vera með gistingu á frístundasvæði F4.
Breytingin telst óveruleg þar sem hún hefur ekki í för með sér verulega breytingu á aðalskipulaginu. Hún hvorki felur í sér aukið byggingarmagn né auknar framkvæmdir eða breytingar á stefnu skipulagsins.
Aðalskipulagsbreytingin hefur hlotið málsmeðferð skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin öðlast þegar gildi.
f.h. Skaftárhrepps
Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps
Ólafur Elvar Júlíusson